RNH, Samtök frjálslyndra framhaldsskólanema og Austrian Economics Center í Vínarborg efna til fundar í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. apríl kl. 11–13:30 um „Heiminn eftir Brexit og Trump“. Fundurinn er þáttur í „Free Market Road Show“ eða Frjálsum markaði á ferðinni, sem Austrian Economics Center skipuleggur víða um heim. Dagskráin hljóðar svo:
11:00 Opnun
11:20 A Major Economic Reconfiguration: The End of the Free Trade Area?
Ræðumenn: John Fund frá National Review, áður Wall Street Journal, og prófessor Dwight R. Lee
12:20 Hádegisverður
13:30 Troubled Times in a Divided World
Ræðumenn: Gloria Álvarez, aðgerðasinni í Rómönsku Ameríku, og Gordon Kerr, fjármálaráðgjafi í Lundúnum
14:30 Kaffihlé
15:00 Ávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Frá kl. 21:30 um kvöldið verður samkoma í Petersen svítunni (efstu hæð Gamla bíós). Þátttaka RNH í fundinum er liður í samstarfsverkefni þess og ACRE, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu, Ísland og framtíð kapítalismans“.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, ungir og gamlir, frjálslyndir og forvitnir. Bækur frá hugveitunni IEA í Lundúnum og Almenna bókafélaginu verða á boðstólum við vægu verði eða engu eftir atvikum og áhuga.
Hér útskýrir Gloria Álvarez, hvers vegna sósíalismi hentar ekki alþýðu manna:
Hér talar John Fund um bandarísk stjórnmál: