Næsti viðburður á vegum RNH verður alþjóðleg ráðstefna um „Fiskveiðar: sjálfbærar og arðbærar“ laugardaginn 6. október 2012 í Háskóla Íslands. Aðalfyrirlesarar verða yfirmenn og sérfræðingar fiskveiðideilda FAO, OECD og Alþjóðabankans og þrír helstu sérfræðingar Íslendinga í fiskveiðum: Árni Mathiesen, FAO, Gunnar Haraldsson, OECD, og Michael Arbuckle, Alþjóðabankanum, og prófessorarnir Ragnar Árnason, Rögnvaldur Hannesson og Þráinn Eggertsson. Á meðal annarra þátttakenda verður Brian Carney, ritstjóri leiðarasíðu Wall Street Journal Europe.
Ráðstefnan verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, í stofu N-132 frá kl. 13.00 til kl. 17.35. Eitt kaffihlé verður í miðju og móttaka á eftir, sem verður til 18.30. Nánar má sjá um fyrirlesarana hér. Dagskrá er sem hér segir:
13.00–13.05 Setningarávarp, Rakel Ólsen útgerðarmaður
Fyrri fundur: Fræðileg greining
Fundarstjóri: Ásta Möller, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
- 13.05–13.35 Þráinn Eggertsson. Skilvirkar stofnanir í hættu: Íslenska kvótakerfið
- 13.35–14.05 Ragnar Árnason. Hagurinn af kvótakerfi og möguleg dreifing hans
- 14.05–14.35 Rögnvaldur Hannesson. Nýting markaðsaflanna í fiskveiðum
- 14.35–14.50 Umsagnir: Ásgeir Jónsson og Birgir Þór Runólfsson
- 14.50–15.05 Fyrirspurnir og umræður
- 15.05–15.20 Kaffihlé
Seinni fundur: Hagnýt úrlausnarefni
Fundarstjóri: dr. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðideild
- 15.20–15.50 Árni Mathiesen. Hagur fámennra byggða af kvótakerfi
- 15.50–16.20 Gunnar Haraldsson. Grænn hagvöxtur
- 16.20–16.50 Michael Arbuckle. Kvótakerfi í fiskveiðum þróunarlanda
- 16.50–17.05 Umsagnir: Helgi Áss Grétarsson og Michael De Alessi
- 17.05–17.20 Fyrirspurnir og umræður
- 17.20–17.30 Viðbrögð: Brian Carney, ritstjóri Wall Street Journal Europe
- 17.30–17.35 Ráðstefnuslit: Guðrún Lárusdóttir útgerðarmaður
- 17.35–18.30 Móttaka á staðnum
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Ráðstefnan er þáttur í samstarfsverkefni RNh og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, undir yfirskriftinni „Evrópa, Ísland og framtíð kapítalismans“.