Author Archives: HHG

Grossman heimsækir RNH

Dan Grossman, stjórnarformaður Atlas Network og stjórnarmaður í Students for Liberty, kom í stutta heimsókn til Íslands dagana 11.–12. maí. Hann sat hádegisverð með Gísla Haukssyni, formanni stjórnar RNH, og nokkrum öðrum, sem tekið hafa þátt í starfsemi RNH. Gísli … Continue reading

Comments Off

Dzhemílev fær verðlaun Evrópuvettvangsins

Aðildarsamtök Evrópuvettvangs minningar og samvisku, European Platform of European Memory and Conscience, ákváðu 30. apríl að veita í fyrsta skipti verðlaun Evrópuvettvangsins, og renna þau að þessu sinni til leiðtoga Krím-tatara, Mustafa Dzhemílev. Hann hlýtur verðlaunin fyrir hugrekki og óþreytandi … Continue reading

Comments Off

Hannes: Bankahrunið ekki sökum „nýfrjálshyggjunnar“

Ýmsir vinstri sinnar halda því, að bankahrunið íslenska hafi verið vegna misheppnaðrar tilraunar til að hrinda í framkvæmd „nýfrjálshyggju“, eins og það er kallað. Prófessor Hannes H. Gissurarson vísaði þeirri skýringu á bankahruninu á bug í fyrirlestri, sem hann flutti … Continue reading

Comments Off

Hannes um bankahrunið í Las Vegas: Mánudag 14. apríl

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, heldur fyrirlestur um skýringar á íslenska bankahruninu 2008 á árlegri ráðstefnu  bandarísku samtakanna APEE, Association of Private Enterprise Education, í Las Vegas í Nevada mánudaginn 14. apríl 2014. Erindi hans er kl. 2.55–4.10 síðdegis á … Continue reading

Comments Off

Heisbourg: Evrópudraumurinn orðinn að martröð

Evrópudraumurinn er orðinn að martröð vegna þeirra mistaka að taka upp sama gjaldmiðil, evruna, í mestöllu Evrópusambandinu, þótt mörg aðildarríki hefðu verið vanbúin því, sagði François Heisbourg, einn kunnasti sérfræðingur Evrópu á sviði öryggis- og alþjóðastjórnmála, í fyrirlestri á fundi … Continue reading

Comments Off

Heisbourg um evruna og ESB: Laugardag 5. apríl 11–12

Einn kunnasti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum, François Heisbourg, heldur fyrirlestur um evruna og Evrópusambandið á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og RNH laugardaginn 5. apríl 2014 kl. 11–12 í Odda, stofu O-202, í Háskóla Íslands. Heisbourg fæddist 1949 og … Continue reading

Comments Off