Author Archives: HHG

Höfuðóvinur Pútíns flytur erindi

Bandaríski fjárfestirinn og rithöfundurinn Bill Browder flytur erindi í hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 20. nóvember 2015 kl. 12–13 á vegum RNH, Almenna bókafélagsins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Erindið nefnist „Rússland Pútíns“. Bók Browders, Eftirlýstur (Red Notice), er nýkomin út á … Continue reading

Comments Off

Safn til sögu kommúnismans

Prófessor Hannes H. Gissurarson, forstöðumaður rannsókna RNH, sækir ársþing Evrópuvettvangs minningar og samvisku, European Platform of Memory and Conscience, sem haldið er í Wroclaw í Póllandi 17.–19. nóvember 2015. Þar skýrir hann frá samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og … Continue reading

Comments Off

Fjörugur fundur um valdatíð Davíðs

Þeir Hannes H. Gissurarson prófessor, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra Vinstri-grænna, og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skiptust á skoðunum um valdatíð Davíðs Oddssonar á fundi Politica, félags stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands, fimmtudagskvöldið 12. nóvember. Troðfullt … Continue reading

Comments Off

Valdatíð Davíðs

Þrír framsögumenn verða á fundi Politica, félags stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands, fimmtudagskvöldið 12. nóvember 2015 kl. 19.30 í stofu 101 í Odda, félagsvísindahúsi Háskóla Íslands, um „Valdatíð Davíðs“, en Davíð Oddsson var borgarstjóri 1982–1991 og forsætisráðherra 1991–2004. Þeir eru Hannes … Continue reading

Comments Off

Sköpunargleði í stað sníkjulífs

Hannes H. Gissurarson prófessor greinir og gagnrýnir siðferðilega vörn Ayns Rands fyrir kapítalismanum í fyrirlestri fimmtudaginn 5. nóvember kl. 16.30 í Odda í Háskóla Íslands, stofu O-101. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Rand er áhrifamesti kvenheimspekingur allra tíma, og … Continue reading

Comments Off

Ragnar og Hannes flytja fyrirlestra í Þjóðarspeglinum

Þeir Ragnar Árnason hagfræðiprófessor og Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor, sem báðir sitja í Rannsóknaráði RNH, flytja fyrirlestra í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindastofnunar um rannsóknir í félagsvísindum, föstudaginn 30. október 2015. Báðir fyrirlestrarnir eru á sama tíma, í málstofum, sem hefjast klukkan … Continue reading

Comments Off