Author Archives: HHG

Hannes: Beiting hryðjuverkalaganna óþörf og ruddaleg

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, rannsóknastjóri RNH, hélt erindi á morgunfundi Sjálfstæðisfélags Kópavogs laugardaginn 17. nóvember um skýrslu Félagsvísindastofnunar um bankahrunið 2008, en hann hafði yfirumsjón með henni. Hann hafnaði ýmsum þeim skýringum á bankahruninu, sem virtust sprottnar af stjórnmálagrillum … Continue reading

Comments Off

Hannes: Sex ráð til að rjúfa þögnina

Evrópuvettvangur um minningu og samvisku hélt ársfund sinn í Bled í Slóveníu 15. nóvember 2018, og sótti dr. Hannes H. Gissurarson prófessor hann fyrir hönd RNH. Á undan ársfundinum fór alþjóðleg ráðstefna í Ljubljana 13.–14. nóvember undir heitinu „Skuggahlið tunglsins“, … Continue reading

Comments Off

Ráðstefnurit um alræði, nauðungarflutninga og flóttamenn

Evrópuvettvangur minningar og samvisku, Platform of European Memory and Conscience, gaf haustið 2018 út á bók erindi, sem flutt voru á ráðstefnu vettvangsins í Viljandi í Eistlandi 29. júní 2016 um alræði, nauðungarflutninga og flóttamenn, Totalitarianism, Deportation and Emigration. Var … Continue reading

Comments Off

Oleg Sentsov fær verðlaun Evrópuvettvangsins

Kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov frá Úkraínu, sem situr í rússnesku fangelsi, hlaut verðlaun Evrópuvettvangs um minningu og samvisku árið 2018. Veitti sendiherra Úkraínu í Slóveníu, Mýkhaílo F. Brodovýtsj, verðlaununum viðtöku fyrir hönd Sentsovs við hátíðlega athöfn á alþjóðlegri ráðstefnu Evrópuvettvangsins í Ljubljana … Continue reading

Comments Off

Kappræður um sósíalisma

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og Hreindís Ylva Garðarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna, eiga kappræður um sósíalisma föstudaginn 26. október kl. 18:30–20:30 í félagsheimili Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33. Fundarstjóri er Karítas Ríkharðsdóttir, gjaldkeri Sambands ungra framsóknarmanna. RNH vekur … Continue reading

Comments Off

800 manna stúdentaráðstefna í Pálsborg postula

Velgengni Norðurlanda er ekki að þakka jafnaðarstefnu, heldur viðskiptafrelsi, réttaröryggi og samheldni í krafti samleitni, sagði dr. Hannes H. Gissurarson, rannsóknastjóri RNH, á fjölmennri ráðstefnu frjálslyndra stúdenta í Brasilíu, Libertycon, 12.–13. október 1018 í Pálsborg postula, São Paulo. Á meðal … Continue reading

Comments Off